Kortavefur

Kortavefur

  • Skráningar
  • Log In
Primary
  • Skráningar
  • Log In
Eldey Airport Hotel

Eldey Airport Hotel

Reykjanes, Reykjanesbær
Hótel
0 Reviews
Add Photos

Lýsing

Eldey Airport Hotel er fjölskyldurekið hótel innan 10 mínútna akstursfjarlægðar frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og um 20 mínútum frá Bláa Lóninu. Á hótelinu eru 50 herbergi sem öll eru með sér baðherbergi, skrifborð, hárþurrku og fylgir aðgangur að heita pottinum okkar og infra rauðu saununni okkar með hverju herbergi. Hægt er að fá lánaða sloppa og inniskó án endurgjalds og hvetjum við gestina okkar til að nýta það. Hægt er að fá sér drykk hjá okkur á „Vindbarnum“ og njóta hans úti í heita pottinum. Morgunmatur er alltaf innifalinn í verðunum hjá okkur.

Gestum okkar býðst að skilja bílinn sinn eftir hjá okkur meðan þeir fara til útlanda gegn því að gist sé hjá okkur nóttina fyrir eða eftir ferðalag. Við getum útvegað skutlu sem fer með gesti okkar út á flugvöll gegn litlu gjaldi.

Ef gesti okkar vantar aðstoð við að bóka ferðir þá getur starfsfólk okkar aðstoðað við það um leið og þeir bóka. Við svörum tölvupóstum ítarlega með öllum upplýsingum sem gestir okkar þurfa, en getum einnig aðstoðað þegar gestir okkar eru komnir til okkar. Við bjóðum upp á Gestamiðstöð á hótelinu þar sem gestir fá aðgang að tölvu, prentara og skanna án endurgjalds. Starfsfólk okkar er reiðubúið til að aðstoða með hvað sem er.

Í setustofunni hjá okkur er hægt að setjast niður með bók, kveikja á sjónvarpinu og horfa á íþróttir eða bíómynd, eða fá sér bara drykk í rólegheitunum. Verið velkomin!

Eldey Airport Hotel

Iceland4You

Hafa samband

Myndir

© Iceland4You 2020.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Vimeo

Hey, velkomin aftur!

Lost your password?